Færsluflokkur: Bloggar

Sterkir nemendur þar á ferð

nógu erfitt er að kasta 1-2kg kringlu eða 9kg kúlu í kúluvarpi :P
man svosem ekki þyngdina á þessum gripum en eithvað þar um bil.
Sé allavega ekki fyrir mér að fara í frisbí með 6kg jarðsprengju.

mbl.is Stúdentar köstuðu jarðsprengju á milli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt meira gefandi

"Launin telur hún vera hindrun, en segir margt vera meira gefandi en peninga og hvetur fólk til þess að sækja um starf á leikskólum Reykjavíkurborgar."
Því get ég verið sammála.  Ég hef unnið við samskonar starf með fötluðum, og þykir það eitt skemmtilegasta starf sem ég hef unnið um æfina og hef ég prófað talsvert fjölbreytt störf.
Hitt er annað að ég entist ekki nema rétt rúmt ár í því þar sem útgjöldin voru mun hærri en launin þrátt fyrir sparnað.  Þótti mér mjög leitt að hætta þeirri vinnu til þess eins að fara í aðra sem borgaði betur en var ekki eins gefandi.
Ég vildi óska að ég hefði lausn við þessu aðra en að vinna 18 tíma á dag með skóla og vonast eftir betri tímum í framtíðinni.

mbl.is Eiga laun leikskólakennara að vera hærri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrja urðun fyrr í ferlinu

Væri nú ekki sniðugt ef urðun pappírs hæfist talsvert fyrr í ferlinu, eins og til dæmis á póstdreifingarstöðvum.
Fólk gæti fyllt út eiðublað sem gæfi til kynna hvaða rusl það vill fá, gluggapóst(sem eru auðvitað til í einkabankanum líka), blaðið og fréttablaðið(lífsins ómögulegt fyrir blaðbera að skilja að maður hefur engann áhuga á því að pósthólfið sé troðfyllt af þessum grámyglulega pappír svo ekkert annað kemst fyrir) og svo auglýsinga/markpóstur(fer alltaf beina leið í ruslið ólesinn hvort eð er).
Bara þetta myndi spara blaða/rusldreifurum hellings vinnu svo ég tali nú ekki um sparnaðinn hjá fyrirtækjunum sparnað á starfsfólki, en það þyrfti nú líklega færri menn til að urða þetta í stöðinni og blaðadreifararnir gætu farið um talsvert stærra svæði á styttri tíma fyrir vikið.
Hver hefur annars pláss fyrir auka tunnur heima hjá sér?
Persónulega vildi ég nýta þennan hálfa fermeter í meira gerfigras...

mbl.is Borgarstjóri fær bláa pappírstunnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband